„Þetta snýst um málefnin“

„Þetta snýst um málefnin“

Klofningurinn í framsókn hefur ekki farið framhjá neinum síðustu daga. Nú síðast var varaformanni framsóknar stillt upp í útvarpinu í morgun og endaði viðtalið á þessum orðum að ofan. Ég á töluvert af vinum og kunningjum í framsókn og fylgist auðvitað með þeim engjast yfir þessu. Hér er stutt greining í þremur liðum á þeim helstu málefnum sem leitt hafa til klofnings þessa 100 ára stjórnmálaflokks á Íslandi:

(1) ?

(2) ?

(3) ?

Málið er að þetta fíaskó allt saman snýst ekki um málefni. Þetta snýst um persónur. Kalla sem geta ekki unnið með köllum. Völd og áhrif. Ekki málefni.

Um þetta á pólítík ekki að snúast. Fólkið þarf vissulega að vera frambærilegt, en völd þess mega ekki verða markmið í sjálfu sér. Frambærilegt fólkið getur í besta falli verið leið að markmiðum. Sem eru málefnin. Þurfum við ekki að fara að velja stjórnmálaflokka sem snúast um málefnin?

Hér eru málefni (markmið):  http://vg.is/stefnan/.

Og hér er frambærilegt fólk (leiðir að markmiðunum): http://vg.is/folkid/