Græna uppbyggingarstjórnin

Græna uppbyggingarstjórnin

Það hefur blásið byr­lega hjá Vinstri grænum und­an­far­ið. Fyrir vikið bein­ast nú breiðu spjótin að flokkn­um. Nú síð­ast fór for­mað­ur­ ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins ­með kunn­ug­leg stef í miðlum um skatt­ana. Stefið er ein­falt: „Gætið ykkar á vinstra­fólk­inu með skatta­hækk­an­irn­ar“. Og und­ir­liggj­andi skila­boðin auð­vitað að leita frekar til hins frelsandi hers frjáls­hyggj­unn­ar. Þetta hefur lengi reynst prýð­is­vel í kaffi­stofukarp­inu í aðdrag­anda kosn­inga. En það þarf að fara að hafa enda­skipti á þessu karpi. Ekki fest­ast eina ferð­ina enn í ein­földu bulli um hvort þessi eða hinn er hlynnt(ur) sköttum eða and­víg(ur). Það þarf að fara einu feti dýpra í poll­inn og spyrja að því til hvers skatt­arnir eru og hvernig þeim skuli beitt.

Hægrið

Þrátt fyrir allt er það nú svo að skatt­byrði sem síð­ustu rík­is­stjórnir hafi staðið fyrir er í raun all­mikil á venju­legt fólk. Lág­tekju­fólk hefur ekki notið sér­stak­lega neinnar lág-skatta­stefnu. Ekki heldur með­al­tekju­fólk­ið. Og meira að segja ekki venju­leg fyr­ir­tæki. En það eru vissu­lega hópar sem hafa notið lágra skatta. Auð­linda­gjöld hand­hafa almenn­ings­eigna eru lág á Íslandi og auð­legð­ar­skattur var afnum­inn hratt og örugg­lega. Engar sér­stakar álögur á kaupauka­þega heldur og stór­iðju­fyr­ir­tæki hafa ekki verið sliguð af íslenskri skatt­byrði. Meg­in­lín­urnar eru ljós­ar. Í fréttum í gær (Bylgjan 4/10) kom fram ein birt­ing­ar­mynd þess­arar stefnu. Launa­hæsti fimmt­ungur vinnu­mark­að­ar­ins þénar rúm­lega helm­ing allra tekna í land­inu. Laun þess­ara tekju­hæstu hópa hafa hækkað meira en skatt­greiðslur þeirra. Skatt­greiðslur allra hinna hópanna hafa hins vegar hækkað meira en laun. Þar með talið lág­tekju­hóp­arnir og hinn fjöl­menni hópur með­al­tekju­fólks. Þetta eru venju­legir Íslend­ingar og venju­leg fyr­ir­tæki.

Vinstrið

Í bókum Vinstri grænna er þetta nokkuð skýrt. Mark­miðið er vel­ferð­ar­sam­fé­lag, með menntun og heil­brigð­is­þjón­ustu og félags­kerfi fyrir alla. Vel rekið stoð­kerfi umhverf­is­mála og stuðn­ingur við menn­ingu og skap­andi starf. Og líka heit um upp­bygg­ingu not­hæfra vega og ljóss og raf­magns um byggðir þessa lands. Fram­kvæmdin er í gróf­ustu mynd sú að ríkir borga meira. Þeir sem eru ekki ríkir borga minna. Meng­andi athafnir borga meira. Minna meng­andi athafnir borga minna. Skatt­byrði þeirra tekju­lægstu er haldið í lág­marki en meira sótt til efsta topps­ins af tekjum þeirra tekju­hæstu. Þetta á einnig við um ein­stak­linga og fyr­ir­tæki sem njóta þeirra for­rétt­inda að fara með umráð auð­linda í almanna­eigu. Svo sem eins og fisk­veiði­kvóta, virkj­un­ar­leyfi, fisk­eld­is­heim­ildir í sjó. Í ein­faldri mynd byrð­arnar meiri á efri fimmt­ung­inn og minni á hina. Einmitt öfugt við það sem frétt­irnar greindu frá í gær.

Upp­bygg­ing­ing­ar­stjórn

Þrátt fyrir jákvæðar ytri aðstæður að svo mörgu leyti blasir við brýn þörf á upp­bygg­ingu á Íslandi. Það er nefni­lega margt í ólagi. Ónýtir mal­ar­veg­ir, net­lausar sveit­ir, illa fjár­magn­aðir skólar og hnign­andi heil­brigð­is­kerfi eru nokkur dæmi. Grænir hvatar eru fáir og inni­halds­litl­ir. Það þarf upp­bygg­ingu á innviðum sam­fé­lags­ins. Ann­ars vegar efl­ingu rekstr­ar inn­viða sam­fé­lags­þjón­ust­unnar okkar og hins veg­ar fjár­fest­ingu í grunn­innviðum víða um land. Hvort tveggja þarf að fjár­magna. Sú fjár­mögnun verður ekki sótt með áhlaupi á tekju­lægsta fólkið og venju­leg heim­ili heldur sann­gjörnum álögum og rentu­tekjum af þeim hópum sem mest hafa og njóta af fjár­mun­um, eignum og auð­lind­um.

Bull­inu kunn­ug­lega um skatt­ana er auð­vitað ætlað til að vekja ein­hvers konar ótta hjá kjós­endum og hrekja í falskt öryggi íslensku hægri-skatta­stefn­unn­ar. Ef fólki er alvara með að hér eigi að byggja upp vel­ferð­ar­sam­fé­lag að nor­rænni gerð, með gjald­frjálsri mennt­un, heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir alla, bæri­legum vegum og öruggum brúm, þá er ekki hægt að klifa á inni­halds­lausum fag­ur­gala um skatta­lækk­an­ir. Alla vega ekki í eyru ann­arra en þessa tekju­hæsta fimmt­ungs sem gert hefur verið svo prýði­lega vel við und­an­farin ár.

Höf­undur er sveit­ar­stjórn­ar­maður Vinstri grænna í Norð­ur­þingi.

[Greinin birtist fyrst í Kjarnanum 5. okt. 2017: https://kjarninn.is/skodun/2017-10-05-graena-uppbyggingarstjornin/]