“Og hvað hefur þú nú fengist við vinur?”

Og hvað hefur þú nú fengist við vinur?” Þessa spurningu fékk ég nýverið frá fullorðnum félaga í VG sem ég átti spjall við um pólitík þegar ég hafði nýtilkynnt um framboð í prófkjöri/forvali VG í Norðausturkjördæmi. Þessari spurningu er hægt að svara bæði í stuttu og löngu máli og auðvitað ógerlegt að safna saman einhvers konar “afrekarskrá” með yfirliti þess sem fengist er við í pólitík og vinnu á margra ára tímabili. Í tilefni af forvalinu er hér þó viðleitni til að safna nokkrum atriðum (og tenglum líka) saman fyrir fólk sem ekki þekkir til mín og minna verka.

Hvað þarf framboðslisti í NA-kjördæmi? Hér er 30 sekúndna svarið.

Alþingi – almennt – sem varaþingmaður:

*Ræður:
https://www.althingi.is/thingstorf/raedur/raedur-thingmanna-eftir-thingum/?nfaerslunr=1314&lthing=146
*Fyrirspurnir á Alþingi:
https://www.althingi.is/altext/cv/is/fyrirspurnir/?nfaerslunr=1314
*Atkvæðagreiðslur á Alþingi:
https://www.althingi.is/altext/cv/is/atkvaedaskra/?nfaerslunr=1314

Náttúruvernd og umhverfismál:

*Svartárvirkjun í Bárðardal:
-Virk þátttaka í andstöðu við Svartárvirkjun. Formlegar athugasemdir í eigin nafni, fyrirspurn á Alþingi, þátttaka í verndarfélagi. Sjá: https://www.althingi.is/altext/146/s/1159.html og https://www.visir.is/g/2017170929005/nu-er-thad-svart-a-

*Laxárvirkjun – hækkun stíflu:
-Virk þátttaka í hópi andstæðinga við hækkun Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslu. Ritun athugasemda og bréfa auk þátttöku í hópi heimamanna, veiðifélags og landeigendafélags. Árin 2000-2004. Sjá: https://timarit.is/page/3509740#page/n9/mode/2up

*Umhverfismál í Norðurþingi:
-Stefnubreyting með meirihlutasáttamála í Norðurþingi 2014 og aftur 2018 þar sem vikið er frá stefnu fyrri sveitarstjórna um uppbyggingu stóriðnaðar yfir í að byggja upp umhverfisvænni starfsemi smærri og meðalstórra fyrirtækja. Sjá: https://www.nordurthing.is/static/files/Stjornsysla/malefnasamningur-meirihlutans-nordurthingi-2018-2022.pdf
-Frumkvæði að stórfelldri breytingu á tilhögun sorpmála í Norðurþingi í gegnum V-lista í meirihluta sveitarstjórnar, með innleiðingu endurvinnslu og 3ja hólfa úrgangsflokkun við öll heimili í Norðurþingi. Sjá (liður 14): https://www.nordurthing.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/fundargerdir/baejarstjorn-nordurthings/266

*Vatnajökulsþjóðgarður:
-Stjórnarseta frá árinu 2015-2019. Frumkvæði að ýmsum úrbótamálum innan þjóðgarðsins, bæði rekstrarlegum/stjórnunarlegum sem og náttúruverndarmálum.
-Efling starfstöðva þjóðgarðsins í NA-kjördæmi sett á dagskrá í stjórn, þ.m.t. stofnun nýrra stöðugilda þjóðgarðsvarðar í Mývatnssveit og sérfræðings í Ásbyrgi.
Sjá ráðstefnuerindi ÓH um þjóðgarða: https://vimeo.com/233971480

*Hálendisþjóðgarður:
-Formaður í þverpólitískri nefnd um stofnun Hálendisþjóðgarðs 2018-2019.
-Virk stjórn nefndarstarfsins og forysta um efnistök og nálgun, þ.m.t. markmiðsákvæði og stjórnkerfi þjóðgarðsins. Sjá: https://www.stjornarradid.is/verkefni/umhverfi-og-natturuvernd/natturuvernd/thjodgardar-og-fridlyst-svaedi/stofnun-thjodgards-a-halendi-islands/nefnd-um-stofnun-midhalendisthjodgards/

Einkavæðing, einkarekstur:

*Einkavæðing Leifsstöðvar
-Óundirbúin fyrirspurn sem varaþingmaður, um möguleg áform þáverandi fjármálaráðherra um sölu hlutafjár í Leifsstöð í Keflavík. Sjá hér:
https://www.ruv.is/frett/gaf-jafnvel-rangt-svar-um-flugstodvarsolu

Réttindamál, húsnæðismál:

*#metoo
-Ákvæði um skyldur og ábyrgð á grunni #meetoo-byltingarinnar í öllum samningum sem Norðurþing gerir við alla aðila um tómstunda- og æskulýðsstarf. Fest í sessi með samþykki tillögu ÓH þar um í sveitarstjórn. Sjá lið 6: https://www.nordurthing.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/fundargerdir/sveitarstjorn-nordurthings/1106

*Keðjuábyrgð:
-Frumkvæði að innleiðingu keðjuábyrgðar verktaka í Norðurþingi. Tillaga ÓH staðfest árið 2016. Sjá: https://www.framsyn.is/2016/11/24/nordurthing-samthykkir-kedjuabyrgd/

*Húsnæðismál:
-Bann á nýtingu óviðunandi vinnubúðaeiningum stóriðnaðarfyrirtækis á Húsavík til íbúðarhúsnæðis í Norðurþingi. Fylgt eftir í gegnum meirihluta í skipulagsvinnu í Norðurþingi. Sjá: https://www.ruv.is/frett/vilja-byggja-ibudarhus-ur-gomlum-vinnubudum

*Hverfisráð:
-Hverfisráð í dreifðum byggðum Norðurþings stofnuð með frumkvæðisvinnu 2016-2017 í gegnum meirihlutasamstarf V-lista í Norðurþingi. Sjá afrakstur hér: https://www.nordurthing.is/is/fundargerdir-hverfisrad

*Móttaka flóttamanna í Norðurþingi
-Tillaga VG í sveitarstjórn Norðurþings samþykkt um að Norðurþing bjóði sig fram til móttöku flóttamanna. https://www.vikubladid.is/is/frettir/vilja-ad-nordurthing-taki-a-moti-flottafolki

Uppbygging þekkingarstarfsemi:

*Þekkingarnet Þingeyinga stofnað
-Unnið að undirbúningi, útfærslu og fjármögnun þekkingarseturs og símenntunarmiðstöðvar á Húsavík 2002-2003. Sjá hér: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/813163/
-Einmenningsstofnun í upphafi en 10 manna fullfjármögnuð stofnun í rekstri með 130 m.kr. veltu og starfsstöðvar á 6 stöðum á NA-horninu. Sjá hér: https://hac.is

*Aðrar þekkingarstofnanir stofnaðar
-Hlutdeild í undirbúningi, útfærslu, kynningu og fjármögnun fyrstu skrefa annarra stofnana í samstarfsklasa Þekkingarnetsins, þ.e. Náttúrustofu Norðausturlands, Rannsóknasetur HÍ á Húsavík og Hraðið-nýsköpunarmiðstöð. Sjá hér: https://nna.is og https://www.hi.is/rannsoknaseturhusavik
-Heildarklasi þekkingarstofnana sem ÓH hefur átt frumkvæði að því að koma af stað í samstarfi við ýmsa aðila; 20-25 starfsmenn, 3 mannaðar starfsstöðvar á Húsavík, Þórshöfn, Mývatnssveit, 3 í viðbót með árshlutastarfsemi, 3-400 m.kr. velta (meirihluti sjálfsaflafé).