Þetta er mín síða
Ég er Óli Halldórsson. Fæddur 10. maí 1975 Ættaður af Norðausturlandi; Húsavík, Vopnafirði og Laxárdal. Félagi í Vinstri Grænum. Sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi og forseti sveitarstjórnar frá 2019 Stjórnarmaður í Vatnajökulsþjóðgarði. Fjölskyldumaður, giftur Herdísi Þ. Sigurðardóttur og faðir 4ra barna Menntaður í umhverfisfræði, heimspeki og uppeldisfræðum Starfa sem forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga, (fræðslu- og rannsóknasetri) Á undan núverandi aðalstarfi starfað við sitt hvað; sérfræðingur í umhverfismati hjá Skipulagsstofnun nokkur ár, en á skólaárum sem lögreglumaður, í fisk- og rækjuvinnslu. Bý á Húsavík frá árinu 2003. Bjó þar áður í allmörg ár við nám og störf á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi). Líka verið…
Vinstri græn og framboðslistinn. 30 sek. útgáfan.
Share this…FacebookPinterestTwitterLinkedin
Opið bréf til Sir Jim Ratcliffe
Opið bréf til Sir Jim Ratcliffe [Bréfið hefur verið sent í enskri útgáfu til breskra fjölmiðla og bíður birtingar. Einnig hefur það verið sent tengiliðum Sir Jim Ratcliffe á Íslandi.] Landið og laxinn Sir Jim Ratcliffe, við höfum ekki hist, en ég er búsettur á Norðausturströnd Íslands, þar sem þú hefur beint fjárfestingum þínum í stórum mæli undanfarið. Þú ert einn af efnameiri mönnum veraldar. Þú tilheyrir þeim litla minnihluta íbúa þessarar jarðar sem fer með forræði meirihluta eignanna og auðlinda. Undanfarið hefur þú keypt þig inn í um 40 bújarðir á norðausturströnd Íslands sem teygja sig yfir um 1,5%…
Akureyri, „Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?“ -Þankar nágranna-
Akureyri, „Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?“ [Greinin var einnig birt í Vikublaðinu þann 14. janúar 2020 í prentaðri og veflægri útgáfu (https://www.vikubladid.is/is/frettir/akureyri-hvad-aetlar-thu-ad-verda-thegar-thu-ert-ordin-stor)] Einnar borgar landið Ísland Það var Spilverk þjóðanna sem spurði Reykjavíkina okkar fyrir nokkrum áratugum titilspurningarinnar að ofan í samnefndu lagi. Frá því að Spilverkið spurði þessarar spurningar hefur byggðamynstur á Íslandi þróast á óvenjulegan máta. Tveir þriðjungshlutar tiltölulega fárra íbúa landsins eru saman þjappaðir í einu borgarsamfélagi á suðvesturhorninu. Önnur lönd sem fara nærri því að vera svona „einnar-borgar“ eru oftast byggð á litlum skikum þar sem borgarmörkin falla saman við landamærin. Af þessum ástæðum koma reglulega fram…
Þvinguð hjónabönd hreppa
Nýverið var samþykkt þingsályktun um að leggja af öll fámennari sveitarfélög. Innan tveggja ára eiga þau að hverfa sem hafa undir 250 íbúa, og innan fimm ára þau sem eftir eru með íbúa undir 1.000. Þessi stefna virðist rekin af Framsóknarflokknum helst allra í gegnum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og hefur verið pískuð rösklega áfram á þeim vettvangi í fámennari byggðum landsins. Þessi fyrirætlan virðist ennfremur hafa haft stuðning Sambands íslenskra sveitarfélaga, þó þar hafi nú reyndar verið skiptar skoðanir um málið. Nefndirnar Margar nefndir hafa undanfarin ár fengist við úrbætur á vettvangi sveitarfélaga. Af öllum þeim mörgu og brýnu viðfangsefnum…
Lítil grein um stóran þara
[Grein sem birtist einnig í héraðsfréttamiðlinum 640.is 26. nóv. 2020] Áformin Undanfarið hafa verið kynnt áform um hagnýtingu svokallaðs stórþara (e. Kelp) með hirðingu hans fyrir ströndum Norðurlands og uppbyggingu afurðavinnslu á Húsavík. Í fullum afköstum yrði um að ræða 35 þúsund tonn af þara, tekin af grunnsævi og jarðvarmaþurrkuð til fullvinnslu. Meginafurð þessa eru samkvæmt kynningargögnum svokölluð „alginöt“ (e. alginates), sem nýtt eru til margvíslegra hluta, t.d. í gæludýrafóður, pappírsframleiðslu og lyfja- og matvælaiðnað. Forsenda alls þessa er að stórþarinn vex í töluverðum mæli við strendur á norðurslóðum og myndar mikla „þaraskóga“ neðansjávar þar sem mest er. Ekkert umhverfismat…
Framboð í NA-kjördæmi
Ég ætla í framboð. Undanfarin ár hef ég tekið þátt í alls konar pólitísku starfi eins og vinir mínir vita. Mest auðvitað í sveitarstjórn Norðurþings, þar sem ég hef setið með hléum síðustu tvö kjörtímabilin. Ég hef líka verið í baklandi í landsmálunum í gegnum tvennar kosningar og þvælst inn á Alþingi í varajakka. Reyndar í orðsins fyllstu merkingu í eitt skiptið eftir fyrirvaralausa kvaðningu, í alltof þröngum lánsjakka góðviljaðs starfsmanns. Í þetta skiptið hef ég ekki hug á varajakkanum. Ég mun bjóða mig fram til þess að vera í forystu VG á mínum heimavelli og leiða framboðið. Við fjölskyldan…
Illugi í villum
[Greinin birtist einnig á Kjarnanum 16. okt. 2020 sem aðsent efni] Ráðherra höfuðsettur Illugi Jökulsson skrifaði nýverið pistil til höfuðs forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, með titlinum „Hvað hefur lukkast hjá Katrínu?“ [https://stundin.is/grein/12009/hvad-hefur-lukkast-hja-katrinu/]. Katrín er nú á fjórða vetri kjörtímabils og því þótti Illuga ekki úr vegi að hugleiða stöðu hennar. Hann hefur reyndar skrifað viðlíka greinar á fyrri vetrum kjörtímabilsins. Sjálfur er Illugi líklega á sínum fjórða áratug sem blaðamaður og sögurýnir á Íslandi og því er kannski ekki úr vegi að hugleiða stöðu hans svolítið. Illugi er fyrir löngu orðinn ein af röddum þjóðarinnar og hefur afkastað miklu á starfsævinni,…
Að standa utan gátta
Flakkað milli flokka Það hefur löngum tíðkast að stöku þingmenn kjósi að yfirgefa flokka sína en sitja áfram á þingi. Þetta er gjarnan kallað flokkaflakk. Á líðandi kjörtímabili Alþingis hefur þetta sannarlega gerst eins og svo oft áður. Ekki bara með nýlegri útgöngu eins af mínum flokksfélögum úr Vinstri grænum til „óháðrar“ áframhaldandi þingsetu, heldur með enn meira afgerandi hætti þegar þingmannakvartett Flokks fólksins helmingaðist skyndilega í kjölfar vinafundarins eftirminnilega á Klausturbar. Um leið óx Miðflokknum, sem tók við liðhlaupunum, fiskur um hrygg nokkuð umfram það sem kjósendur ákváðu með atkvæðum sínum. Oftast verður rót af þessu tagi þegar nokkuð…
Þorpstjarnir
Málið Nýverið birtist á vef www.visir.is frétt þar sem fjallað er um tjarnirnar við þorpið á Raufarhöfn. Sjá hér: https://www.visir.is/g/2019190709972/thorpstjornin-ad-thorna-upp-vegna-sundlaugar- Hafðar eru eftir íbúa á Raufarhöfn áhyggjur af neikvæðum áhrifum af borholuprófunum á svæðinu. Einnig embættismanni Norðurþings, þ.e. framkvæmdastjóra Orkuveitu Húsavíkur, en veitan fer með þessar framkvæmdir. Þetta er eitt af þessum litlu, en samt stóru, málum sem sveitarstjórnir fást við frá degi til dags. Málið snýst um mögulega uppsetningu á varmadælum fyrir sundlaug og íþróttamannvirki þorpsbúa. Vandinn er sá að svo virðist sem borholuprófanir hafi óvænt valdið breytingum á vatnsyfirborði tjarnanna. Samskipti og ábyrgð Á fyrrgreindum vef eru höfð…