Framboð í NA-kjördæmi

Framboð í NA-kjördæmi

Ég ætla í framboð.

Undanfarin ár hef ég tekið þátt í alls konar pólitísku starfi eins og vinir mínir vita. Mest auðvitað í sveitarstjórn Norðurþings, þar sem ég hef setið með hléum síðustu tvö kjörtímabilin. Ég hef líka verið í baklandi í landsmálunum í gegnum tvennar kosningar og þvælst inn á Alþingi í varajakka. Reyndar í orðsins fyllstu merkingu í eitt skiptið eftir fyrirvaralausa kvaðningu, í alltof þröngum lánsjakka góðviljaðs starfsmanns.

Í þetta skiptið hef ég ekki hug á varajakkanum. Ég mun bjóða mig fram til þess að vera í forystu VG á mínum heimavelli og leiða framboðið. Við fjölskyldan höfum fengist við ýmis verkefni undanfarið og erum tilbúin í nýtt ævintýri. Hvað félagar mínir vilja svo gera með þetta kemur í ljós seinna í vetur þegar hreyfingin velur sitt byrjunarlið.

Meira síðar.