Ég er Óli Halldórsson.
- Fæddur 10. maí 1975
- Ættaður af Norðausturlandi; Húsavík, Vopnafirði og Laxárdal.
- Félagi í Vinstri Grænum.
- Sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi og forseti sveitarstjórnar frá 2019
- Stjórnarmaður í Vatnajökulsþjóðgarði.
- Fjölskyldumaður, giftur Herdísi Þ. Sigurðardóttur og faðir 4ra barna
- Menntaður í umhverfisfræði, heimspeki og uppeldisfræðum
- Starfa sem forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga, (fræðslu- og rannsóknasetri)
- Á undan núverandi aðalstarfi starfað við sitt hvað; sérfræðingur í umhverfismati hjá Skipulagsstofnun nokkur ár, en á skólaárum sem lögreglumaður, í fisk- og rækjuvinnslu.
- Bý á Húsavík frá árinu 2003. Bjó þar áður í allmörg ár við nám og störf á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi). Líka verið um tíma í námi í London.
- Hef áhuga á ýmsu öðru en pólitík. Fjölskyldustússi og ferðalögum helst. En veiði og útivist af ýmsu tagi líka. Helst af öllu fluguveiði við bakka Laxár í Laxárdal.
- Hef mikla sannfæringu fyrir því að þjóðarhagur verði best tryggður með náttúruvernd, traustri byggð og sterkum samfélagsinnviðum um allt okkar stóra land.