Veggir og brýr
Greinin er birt á vefnum 640.is og í Skarpi á Húsavík í tilefni af skrifum í staðarmiðlum og samskiptamiðlum. Veggir og brýr Undanfarið hefur Stefán Guðmundsson farið mikinn í staðbundinni umræðuhringiðunni á Húsavík. Eftir hann liggja blaðagreinar, fjölmiðlaviðtöl auk þess sem hann hefur verið iðinn við að tjá sig í hinum ýmsu kimum samfélagsmiðlanna. Sömuleiðis hefur hann lagt fram erindi og kærur til opinberra yfirvalda, bæði í héraði og á landsvísu. Tilgangur Stefáns í allri þessari tjáningu virðist fyrst og fremst vera að greina frá þeirri upplifun að hvarvetna sem hann stígur fram reki hann sig á veggi. Stefán hefur ekki hikað við…
Stundum þarf að segja nei…
[Grein birt í héraðsfréttablaðinu Skarpi 11. maí 2018] Stundum þarf að segja nei Sveitarstjórnir fást því betur oftast við jákvæð mál. Mál sem snúast um stefnumörkun og ákvarðanir í almannaþjónustu af ýmsu tagi. Líka um að bregðast við óskum, erindum og hugmyndum sem berast utan frá. Í öllum tilvikum þarf afgreiðsla þessara mála að byggja á almannahagsmunum. Stundum kemur sú staða upp að gæsla almannahagsmuna er andsnúin eiginhagsmunum einstaklinga, fyrirtækja eða hópa. Við þessar aðstæður reynir hvað mest á fólk sem starfar á vettvangi sveitarstjórna. Á líðandi kjörtímabili hafa komið upp nokkur mál af þessum toga þar sem reynt…
V-listi í Norðurþingi birtir lista
Í kvöld var birtur framboðslisti V-lista Vinstri grænna og óháðra til sveitarstjórnarkosninga í Norðurþingi. Ég fæ þann heiður að leiða þennan lista eins og á núverandi kjörtímabili. Þetta er frábær og breiður listi með öflugu fólki úr öllum áttum. Eiginlega mætti snúa honum á hvolf ef því væri að skipta. Ég hlakka mikið til að vinna með þessu fólki næsta kjörtímabilið. Framboðslisti Vinstri grænna og óháðra í Norðurþingi. (Á myndina vantar nokkur) Fréttatilkynning sem send var út 23. apríl 2018: V-listi Vinstri-grænna og óháðra í Norðurþingi hefur kynnt framboðslista til sveitarstjórnarkosninga árið 2018. V-listinn hefur verið leiðandi í sveitarstjórn Norðurþings…
„Eitthvað annað“ – Innviðir og ábreiður
INNVIÐIR voru eitt helsta einkennisorð Vinstri grænna í aðdraganda kosninga fyrir ári síðan. Uppbygging og viðhald INNVIÐA samfélagsins og þjóðarinnar í nokkuð víðum skilningi, þjónustan sem ríkisvaldið tryggir og fjármagnar. Mennta- og heilbrigðiskerfið og almannaþjónustan öll. Og vegirnir og brýrnar og rafmagn og ljós. Ótal orð í pontu og bunkar af skjölum liggja eftir Vinstri græn síðustu misserin þar sem þessu er málefnalega komið til skila. Og líka leiðir til að fjármagna þessa innviði. Auðvitað hefur þetta ekki breyst í meginatriðum á þessu eina ári frá síðustu kosningum. INNVIÐIR samfélagsins eru enn í kastljósinu. Nú er hins vegar kominn nýr…
Græna uppbyggingarstjórnin
Það hefur blásið byrlega hjá Vinstri grænum undanfarið. Fyrir vikið beinast nú breiðu spjótin að flokknum. Nú síðast fór formaður Sjálfstæðisflokksins með kunnugleg stef í miðlum um skattana. Stefið er einfalt: „Gætið ykkar á vinstrafólkinu með skattahækkanirnar“. Og undirliggjandi skilaboðin auðvitað að leita frekar til hins frelsandi hers frjálshyggjunnar. Þetta hefur lengi reynst prýðisvel í kaffistofukarpinu í aðdraganda kosninga. En það þarf að fara að hafa endaskipti á þessu karpi. Ekki festast eina ferðina enn í einföldu bulli um hvort þessi eða hinn er hlynnt(ur) sköttum eða andvíg(ur). Það þarf að fara einu feti dýpra í pollinn og spyrja að því til…
Nú er það Svart(á)
Á Alþingi síðastliðið vor lagði ég fyrir fjármála- og efnahagsráðherra, Benedikt Jóhannesson, og umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttur, nokkrar spurningar. Þær snérust um lítið mál norður í landi, en stórt þó. Um það hvernig einkafjárfestar bera sig að við að sækja sér virkjunarheimildir á ríkisjörð, Stóru-Tungu í Bárðardal, til 10 MW vatnsaflsvirkjunar í eigin þágu. Markmiðið með bröltinu er ekki að lýsa upp rafmagnslausar sveitir, eða knýja hjól atvinnulífs afskekktra byggða, heldur einfaldlega að finna arðbæra leið til að ávaxta fé nokkurra einstaklinga á markaði. Að sækja sér virkjunarrétt Svör fjármála- og efnahagsráðherra eru athyglisverð. Þau draga fram mjög veigamikil…
„Þetta snýst um málefnin“
Klofningurinn í framsókn hefur ekki farið framhjá neinum síðustu daga. Nú síðast var varaformanni framsóknar stillt upp í útvarpinu í morgun og endaði viðtalið á þessum orðum að ofan. Ég á töluvert af vinum og kunningjum í framsókn og fylgist auðvitað með þeim engjast yfir þessu. Hér er stutt greining í þremur liðum á þeim helstu málefnum sem leitt hafa til klofnings þessa 100 ára stjórnmálaflokks á Íslandi: (1) ? (2) ? (3) ? Málið er að þetta fíaskó allt saman snýst ekki um málefni. Þetta snýst um persónur. Kalla sem geta ekki unnið með köllum. Völd og áhrif. Ekki…
Kallar passa kalla
Í hvirfilvindinum sem gustað hefur um íslensk stjórnmál síðustu daga hefur birst glögglega kunnuglegt ferli. Atburðarás sem á sér hliðstæður í nokkrum síðustu uppákomum íslenskra stjórnmála. Þarna er rauður þráður (eða raunar kannski blár frekar): Þetta byrjar oftast með (a) bommertunni. Lögbroti, siðleysi, vandræðagangi eða misstigi af einhverri vondri gerð. Svo sem peningum í skattaskjólum, geðþóttaráðningum dómara, uppgripum á auðlindum, áskrift að almannafé, félagsskap við vonda gaura o.s.frv. Næst byrjar jafnan (b) leynimakkið. Reynt að drepa á dreif og halda málum í þoku með tiltækum ráðum. T.d. véfengja rétt fjölmiðla til að sækja opinber gögn eða stilla málpípur sínar á…
Hugsað upphátt
Þetta er mín heimasíða. Ég skrifa hér það sem mér liggur á brjósti hverju sinni. Oftast pólitísk mál á einn eða annan máta. Stundum lítið og stundum stórt. Bæði “lókal” og “glóbal”. Og ég ber einn ábyrgð á því sem hér er sagt. Share this…FacebookPinterestTwitterLinkedin